16.2.2007
Krónan er Austin Mini, Evran er strætó!
Margir eru sjálfsagt hálf-ringlaðir í þessari umræðu um íslensku krónuna og mögulega upptöku evrunnar.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, ungur hagfræðingur í Seðlabankanum, skrifar grein í Markaðinn á miðvikudag sem útskýrir vel kosti og galla þessara tveggja gjaldmiðla. Mér fannst reyndar synd að greininni skyldi ekki hafa verið gert hærra undir höfði í blaðinu, því hún er fjári góð.
Ég birti því link á hana hér.
AJ.
P.s. Það er reyndar líka athyglisvert að hagfræðingur í Seðlabankanum þori að skrifa svona opinskátt um þessi mál. Yfirmaður Þorvarðar Tjörva og andstæðingur evrunnar, Davíð Oddsson er enda þekktur fyrir að slá fast í höfuð manna með reglustriku sem segja eða gera eitthvað sem er honum á móti skapi.
Flokkur: Hagstjórnin | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kemur pólitíkusinn fram í Andrési ;) Talandi um það, er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú minnist lítið sem ekkert á pólitísk störf þín í ferilskránni þinni hér á síðunni? T.d. formennsku í Ungum jafnaðarmönnum?
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.