Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlastjarna er fædd

oli_gretar.jpg

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, var í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um ástand lifríkisins í kringum Kárahnjúka nú 5 árum eftir að virkjunin var gangsett.

Mig rennir í grun að fjölmiðlastjarna sé fædd. Óli Grétar er með skemmtilega eftirtektarverða rödd og nær að koma hlutunum frá sér í fáum orðum og á máli sem maður skilur.

Svo er hann náttúruvísindamaður og það er fátt sem Íslendingar elska meira.

Hér er linkur á viðtalið.

AJ


Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar, beint í forsetann með hann?!

Illugi jökulsson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Andrés Jónsson

Er ekki annar náttúruvísindamaður að fara að tilkynna framboð á morgun?

Andrés Jónsson, 18.4.2012 kl. 19:45

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

ÞETTA er það sem almannatengsl ganga út á! Sá aðili sem nefndur er í þessu bloggi hefur aldrei heyrst nefndur á almannafæri, en þú leyfir þér allt að einu að kalla hann nýja stjörnu! Komm on, Andrés! Leyfðu barninu að koma fram á Lýðveldisrásinni og í Fréttablaðinu áður en þú tilnefnir nýja stjörnu :-)

Flosi Kristjánsson, 18.4.2012 kl. 20:05

4 Smámynd: Andrés Jónsson

Felst ekki í fæðingu að það er fyrsta innkoman á sviðið :)

Skýrara verður líkingamálið varla kennari minn góður.

Andrés Jónsson, 18.4.2012 kl. 20:14

5 identicon

En varstu að hlusta hvað gönnslíngerinn hjá Landsvirkjun var að segja?

En ekki hvernig hann koma fram ?

Og hvernig Unnar Már helsti talsmaður Landsvikjunar og stóriðju á íslandi framreiddi fréttina.

T.d. ... að Jökla væri með meira lífríki nú en fyrir stíflu? Hvað skyldi það þýða?

Heiðargæsum hefur fjölgað vegna betri afkomu á vetrarstöðvum en ekki út af virkjunni -- eins og mátti skilja á hvernig fréttin var framreidd.

.. og margt annað undarlegt og uppsett kom þar fram.

asi (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 20:16

6 Smámynd: Andrés Jónsson

Ég tók aðallega eftir röddinni og karakternum :)

En jú þetta fjallaði að einhverju leyti um að fuglum hefði ekki fækkað, en það var eitt af því sem búið var að hafa áhyggjur af.

En ég óttast svo sem ekki að við fáum ekki fréttir af öðrum hliðum þessa máls eða ef þetta er einhver afbökun, jafnvel þó að einn fréttamaður sé virkjunarsinni.

Eru áhorfendur ekki vel meðvitaðir um það hver helstu áhugamál Kristjáns Más Unnarssonar eru, svo eru og flestir aðrir fréttamenn miklir umhverfisverndarsinnar leyfi ég mér að halda.

Andrés Jónsson, 18.4.2012 kl. 20:34

7 identicon

Ótrúlega vel gert hjá manninum. Sammála þér í alla staði; röddin er í senn spennandi, dularfull en kallast samt svo vel við persónuleika mannsins. Mann langar einhvern veginn til að kynnast manninum betur. Stjarna í burðaliðnum, ekki spurning!

Sara Lind (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 22:50

8 identicon

Hann gæti talað inná teiknimynd með Andrési---Andrési Önd.

Númi (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 23:11

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta eitthvað svona lítt dulbúið einelti hjá þér?  Kannski að reyna að vera fyndinn á kostnað mannsins? 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2012 kl. 01:08

10 Smámynd: Andrés Jónsson

Elskulegur Jón Steinar. Að sjálfsögðu ekki. Reyndu nú að líta björtum augum á lífið. Sumardagurinn fyrsti og ssvona :)

Andrés Jónsson, 19.4.2012 kl. 07:43

11 identicon

Hann er náttúrulega klipptur í tætlur. Þá er auðvelt að vera fáorður.

jonkurteiz (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 266008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband