12.2.2007
Einkaleyfi eru oft lítils virði
Frumkvöðlar hafa í mörg horn að líta.
Eitt af því fyrsta sem þeir gera þegar þeir vilja fara að gera sér milljónagróða, úr þessari einstöku hugmynd sem þeir hafa gengið með í maganum, er að kanna hvort þeir geti fengið einkaleyfi á hugmyndinni/aðferðinni/vörunni. Ekki er það svo skrýtið - þegar maður var að alast upp var mikið talað um menn sem höfðu átt einhver einkaleyfi og orðið ríkir á einni nóttu.
En í dag er hlutafé sprotafyrirtækis yfirleitt betur varið á annan hátt. Frumkvöðlar nútímans ættu, samkvæmt því sem ég hef lesið, alla jafna ekki að eyða of miklum tíma í að reyna að skrá einkaleyfi.
Af hverju?
-Það getur kostað tugmilljónir króna að skrá eitt einkaleyfi á helstu mörkuðum heims. Það eru sérhæfðir lögfræðingar yfirleitt sem sinna þessu og afla þarf viðurkenningar einkaleyfaskrifstofu í hverju landi fyrir sig - ef vel á að vera.
-Ef einhver brýtur gegn einkaleyfinu þínu þá kostar það yfirleitt meiri tíma og peninga að fara í mál við fyrirtækið/fyrirtækin sem eru að brjóta á þér heldur en það sem þú hefur upp úr því á endanum.
-Ef svo ólíklega vill til að fyrirtækið sem brýtur gegn einkaleyfinu þína á einhverja peninga til að greiða þér skaðabætur þá þýðir það því miður að þeir eiga líka næga peninga til að halda þér og fyrirtæki þín föstum í dómssölum í ár og jafnel áratugi.
-Á þessu eru þó undantekningar. Ákveðnir geirar s.s. lyfjageirinn, tæknigeirinn og hönnunargeirinn þurfa í mörgum tilfellum klárlegum að skrá einkaleyfi á uppgvötunum sínum. Þó gildir þar hið sama að flest öll stór dómsmál sem höfðuð hafa verið á síðari árum vegna einkaleyfabrota hafa endað með einhvers kona sátt. Yfirleitt er niðurstaðan þá samkomulag um markaðs- eða þróunarsamstarf deiluaðilana en nánast aldrei er um beinar skaðabætur að ræða.
ATH! Annað gildir um vörumerki eða slagorð hvers konar. Það getur orðið ansi dýrkeypt markaðslega ef það gleymist að skrá slíkt með formlegum hætti.
Ég ætla að láta fylgja eina litla sögu hérna í lokin sem ég heyrði af Dadda nokkrum Diskó og ég veit ekki nema sé sönn (hann á að hafa sagt hana sjálfur).
Þannig var að Daddi sem hafði gert það gott í vefbransanum á síðustu öld með Gæðamiðlun og fleiri fyrirtækjum gekk til liðs við Guðjón í OZ og Vilhjálm Þorsteinsson frá Baan og stofnaði frumkvöðlafyrirtæki að nafni Homeportal (síðar Extrada). Viðskiptamódel Homeportal var að afla sér mikillar þekkingar á því hvernig ætti að netvæða heilu heimilin. Þ.e.a.s. ekki bara tölvurnar heldur líka öryggiskerfið, heita vatnið, gluggatjöldin o.s.frv. Í þetta var mikið lagt og m.a. var stórum hluta stofnfésins, eða á þriðja tug milljóna króna, eytt í að skrá ýmis konar einkaleyfi víða um heim.
Ekki varð þó úr heimssyfirráðum Homeportal og fyrirtækið lagði upp laupana eftir því best ég veit. Daddi, sem ég tek fram að ég þekki aðeins af afspurn, á að hafa lýst því þannig að það eina sem hann ætti áþreifanlegt eftir þetta net-ævintýri sitt væri að á hans nafn væru skráð nokkur einkaleyfi á Internettengdum ísskáp.
AJ
Meginflokkur: Frumkvöðlar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 13.2.2007 kl. 00:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein. Einkaleyfi eru mjög hættulegt fyrirbæri sem í dag virðist hannað til að stöðva alvöru frumkvöðla í mörgum greinum, og hampa þeim sem eiga peninga -- eins og svo mörg kerfi samtímans.
Sérstaklega skiptir baráttan gegn hugbúnaðareinkaleyfum miklu máli. En dæmi um hugbúnaðareinkaleyfi sem hafa verið veitt í bandaríkjunum og (ólöglega) af EPO, eru hlutir eins og "progress bar", og notkun krítarkorta á netinu til viðskipta.. Mæli með góðum lestri hjá the Guardian.
Steinn E. Sigurðarson, 16.2.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.