Leita í fréttum mbl.is

Tvær virkilega góðar auglýsingar frá Nissan

Nissan var að setja fyrsta fjöldaframleidda rafmagnsbílinn sinn á markað. Það er náttúrulega frábært.

Hann heitir Nissan Leaf (laufblað) og er skrambi gott nafn. Jafnvel betra en Toyota Prius?

En ekki síðra er fyrir markaðsnörda að sjá hversu vel heppnuð auglýsingaherferðin er sem Nissan hefur sett af stað.

Þessi hér er náttúrulega mögnuð og verður bara betri í 30 sek útgáfunni sem ég finn því miður ekki á Youtube.



Síðan höfðar myndmálið í þessari Nissan Leaf auglýsingu líka mjög vel til mín.



Aftur er 30 sek útgáfan ekki á Youtube en er raunar enn betri.

Flott pæling samt að keyra tvær nálganir í sjónvarpi á sama tíma og sem hluta af sömu auglýsingaherferðinni.

Eða kannski var ástæðan bara sú að auglýsingastofan þeirra kom með tvær mjög góðar hugmyndir og þeir gátu ekki ákveðið sig hvora ætti að nota :)


Athugasemdir

1 identicon

Já, flottar auglýsingar samofnar boðskap sem einn og sér fær mann til að hugsa. Gott þetta með verðmæti núllsins (ekkertisins), nokkuð sem maður ætti alltaf að hafa í huga í verðmætamatinu.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 266008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband