Leita í fréttum mbl.is

Makkahatur

dark_castle_trouble_3Það er alltaf verið að segja mér að ég eigi að drífa mig að fá mér “Makka!”

“Af hverju?,” segi ég alltaf: “Er komin ný útgáfa af Dark Castle?”

En já…

Á mínum vinnustað eru eiginlega allir sem nota Macintosh-tölvur og við þessi fáu sem erum með PC-tölvur erum lögð í gróft einelti upp á hvern einasta dag. T.d. ef maður er svo óheppinn að lenda í einhverju með tölvuna eða netið hjá sér og bölvar kannski upphátt, þá er Makka-pakkið mætt um leið glottandi að spyrja mann MAC_SE120hvað sé að. “Nú já!,” segir það. “Þetta myndi aldrei gerast ef þú værir með Makka!” Þetta getur gert mann alveg brjálaðan.Angry

Það yljaði mér því um hjartaræturnar að sjá að dálkahöfundur breska dagblaðsins Guardian, Charlie Brooker er alvöru PC maður eins og ég. Hann er að skrifa um Makka-auglýsingu sem gengur í Bretlandi (um veika PC-tölvu og hrausta Makka tölvu …hljómar kunnuglegaGetLost). Charlie missir algjörlega stjórn á sér í þessum pistli sínum og er greinilega með uppsafnaða gremju eins og ég eftir áralangt einelti Makka-pakksins.

 

 

AJ.

 


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 266116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband