16.11.2011
Góð auglýsing. Slæm nýting á fjármunum?
Í sjónvarpinu birtist nýlega virkilega vel gerð auglýsing þar sem Íslendingar fara til vinnu sinnar undir fjörlegum tónum Prins Póló.
En þarf stærsta fasteignafélag landsins virkilega á því að halda að birta langar og dýrar sjónvarpsauglýsingar til að tryggja að fyrirtæki í leit að atvinnuhúsnæði horfi til þeirra?
---
Nú gætu auglýsingamenn sagt að ekki megi vanmeta ímyndaráhrif svona auglýsingar.
Þeir gætu bent á, að þó að hægt sé að finna ódýrari leiðir til að laða að nýja leigjendur í þessari viku og næstu, þá sé ímynd nauðsynleg til að byggja upp viðskipti til langs tíma.
Það er rétt.
---
En er hugsanlegt að á "kaupendamarkaði", eins og er núna, þá geti of mikil glansímynd leigusala haft þau áhrif að fæla leigjendur frá?
Væntanlega leigjendur sem trúa því e.t.v. einfaldlega ekki að aðili sem eyðir jafn miklu í ímynd sína og REITIR, sé jafnframt líklegur til að bjóða sérlega hagstæða leigu.
AJ
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 17.11.2011 kl. 00:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.