Það er alltaf soldið flott þegar menn þekkja sinn vitjunartíma. Maður hefur tekið vel eftir Bjarna Daníelssyni í þessu starfi undanfarin ár. Hann hefur unnið mikið og gott frumkvöðlastarf t.d. í fjáröflunarmálum Óperunnar.
Þannig skrifaði Bjarni á sínum tíma undir samning við Vogabæ sósuframleiðandann (Vogabær á m.a. heiðurinn af E. Finnson pylsusinnepinu vinsæla) um samstarf um markaðssetningu á sérstökum Óperusósum sem heita eftir frægum óperum s.s. Carmen, Tosca, Don Giovanni og Aida. Óperan fékk í sinn hlut nokkrar krónur af hverri seldri krukku.
Bjarna ætti ekki að vera skotaskuld úr því að finna sér nýtt verkefni. Hann er ákaflega vel menntaður og gegndi yfirmannsstöðu hjá Norðurlandaráði í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Hann hefur jafnframt verið öflugur í ýmsu félagsstarfi.
AJ.
![]() |
Bjarni Daníelsson hættir sem óperustjóri í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Frumkvöðlar | Breytt 12.2.2007 kl. 23:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.