8.2.2007
Mun maður lesa þetta dagblað fyrst?
Nýtt dagblað er komið af stað. Þetta er viðskiptablaðið Viðskiptablaðið - réttnefnt með stórum staf.
Það er alltaf viss eftirvænting þegar nýr fjölmiðill bætist við flóruna sem fyrir er og ég hef fulla trú á að þetta nýja dagblað geti haft töluvert meiri áhrif á þjóðfélagsumræðuna en Viðskiptablaðið hafði áður.
Þó veit maður ekki enn hvort það ætli sér beinlínis að vera skoðanaleiðtogi eins og Morgunblaðið vill vera eða stinga á kýlum eins og sumir aðrir fjölmiðlar. Þeir eru oft settlegri viðskiptamiðlarnir - ekki síst á þessum litla markaði sem Ísland er.
En á móti kemur að sú litla stjórnmálaumfjöllun sem Viðskiptablaðið hefur boðið upp á í gegnum tíðina hefur yfirleitt verið frekar beitt og leiðarasíðan með dálkaskrifum og pistlum hafa sömuleiðis verið með betri lesningum á blaðamarkaðnum - allavega fyrir minn hatt.
Ef stefnan er að byggja á því sem gamla Viðskiptablaðið gerði vel þá gæti þetta blað hæglega farið efst í röðina yfir þau blöð sem ég les. Blaðið þarf samt líka með einhverjum hætti að víkka út vörumerkið sitt og höfða til nýrra lesenda sem ekki þekkja blaðið í dag.Framtíð Viðskiptablaðsins sem dagblaðs til lengri tíma litið veltur að mínu mati á því hvort stjórnendur þess beri gæfu til að virkja kraftana sem þarna eru innanhúss. Fá blöð eru nefnilega jafn vel skipuð blaðamönnum. Þetta er góð blanda af gömlum hundum sem eru hoknir af reynslu og firna efnilegu ungu fólki.
Þetta hefur þó allt farið heldur hljótt sem hefur verið að gerast þarna á Mýrargötunni - það hefur ekki verið beinlínis mikil umfjöllun um þessar breytingar. Það er þannig enn ósvarað nokkrum spurningum:
- Mun verð blaðsins í lausasölu og áskrift breytast eitthvað?
- Hvernig verður dreifingu þess háttað?
- Verður meira af efni blaðsins aðgengilegt á vefnum?
Það væri líka sniðugt hjá þeim að fara í eitthvað kynningarátak í leiðinni. Gefa nokkrar mánaðaráskriftir - dreifa blaðinu inn í háskólunum og á nokkrum stórum vinnustöðum.
En annars segi ég bara, til hamingju, til aðstandenda blaðsins og til neytenda fjölmiðla með aukna samkeppni á dagblaðamarkaði.
AJ.
P.s. það á eftir að uppfæra starfsmannaskrána á www.vb.is
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.