Leita í fréttum mbl.is

Upprennandi sjónvarpsstjarna keypt yfir á Stöð 2?

Var að taka eftir því að sjónvarpsmaðurinn ungi Ásgeir Erlendsson er kominn yfir á íþróttadeild Stöðvar 2.

ásgeir erlendsson

Þar er skarð fyrir skildi hjá Rúv en Ásgeir sýndi góða spretti í hinum ýmsu þáttum á ríkisstöðinni og sem fréttamaður.

Ásgeir er tvímælalaust með efnilegustu sjónvarpsmönnum landsins (Gettu Betur, Skólahreysti, Eurovision) þannig að líklega hefur hann verið keyptur yfir. Eða hvað?


Athugasemdir

1 identicon

Hann er sumarstarfsmaður og var ráðinn í gegnum auglýsingu. Ég er þó sammála því að hann sé prýðilegur sjónvarpsmaður og hreint ekki ólíklegt að hann eigi eftir að ílengjast þarna a.m.k. ef hann hefur áhuga á að lýsa knattspyrnuleikjum.

Magnús (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 21:02

2 identicon

Áberandi glæsilegur, eðlilegur og afslappaður maður á skjánum. Made for the screen. Björt framtíð, enginn vafi.

Teitur Þorkelsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 02:56

3 identicon

Hann hefur verið að lýsa leikjum á Copa America og ég veit ekki alveg með þetta. Hann er náttúrulega ungur og mun væntanlega koma til, en maðurinn virðist eiga í talsverðum vandræðum með nöfnin á leikmönnum. Ég held t.d. að hann haldi að allir leikmenn Úrúgvæ heiti Suarez.

Þórir Hrafn (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 20:15

4 identicon

Sammála að þarna er upprennandi sjónvarpsstjarna á ferð. Það er mér með öllu óskiljanlegt að RÚV skildi ekki láta hann taka við Gettu betur þegar Eva María hætti. Hann átti þar frábæran sprett eitt sinn er hann hóf þáttinn í stað hennar.

Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 266008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband