Nýlega sameinuðust ríkisstofnanirnar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og rannsóknastofa Umhverfisstofnunar í nýju opinberu hlutafélagi, Matís ohf. Í kjölfarið hafa birst nokkrar tilkynningar um ráðningar nýrra millistjórnenda og í Markaðinum í dag er síðan rætt við forstjóra félagsins.
Þar kemur fram, sem líka má sjá á vef Matís, að sprotafyrirtækið Prokaria virðist hafa breyst í eitt svið þessa nýja ríkisfyrirtækis. Prokaria var minnir mig fyrirtæki sem rannsakað hefur og þróað ensím til notkunar í matvælaiðnaði. En síðast þegar ég vissi var þetta hlutafélag í einkaeigu.
Það sem ég átta mig ekki á er hvort að ríkið hafi nú keypt hlutabréfin í þessu einkafyrirtæki og breytt í ríkisstofnun eða hvað sé málið. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi vegna Matís þá kemur ekkert fram um þær fyrirætlanir né heldur í greinargerð með frumvörpunum.
Nokkuð hefur verið deilt á ýmis kaup ríkisfyrirtækja og stofnanna á fyrirtækjum í einkarekstri undanfarið og vilja margir meina að ríkisvaldið vaxi nú þegar nóg hratt á kostnað einkageirans þó ekki bætist við uppkaup fyrirtækja á frjálsum markaði. Meðal þess sem bent hefur verið á sem dæmi um þessa þróun eru kaup Íslandspósts á prentsmiðjunni Samskipti, ríkisvæðingu fríhafnarverslunarinnar, umsvif Flugmálastjórnar og fleira.
Það væri áhugavert ef einhver fróðari um þessi mál en ég gæti upplýst okkur um hvernig í þessu Matís-máli liggur eiginlega.
Vonandi er ég að misskilja eitthvað.
AJ.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.