Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á morgun. Alls staðar í fjármálalífinu eru menn að velta því fyrir sér hvort hámarkinu sé náð og hvort Davíð Oddsson og félagar láti frekari vaxtahækkanir eiga sig.
Í frétt á Vísi má sjá að þetta er skoðun helstu sérfræðinga. Þeir segja að vaxtastefna Seðlabankans sé nú loksins farinn að virka til að draga úr væntingum almennings og eftirspurn þeirra eftir lánsfjármagni.
Persónulega yrði ég samt ekki hissa ef þeir myndu enn hækka vextina um svona 25 punkta.
Það má hins vegar telja nokkuð öruggt að Davíð Oddsson seðlabankastjóri muni láta nokkra brandara fjúka í tilefni dagsins. Það hefur víst skapast mjög létt stemning á þessum fundum eftir að Davíð tók við og rómað skopskyn gamla forsætisráðherrans ku fara vel í talnaspekinga og hagfræðispekúlanta landsins.
Þannig mun Davíð hafa gantast með það á síðasta vaxtaákvörðunarfundi að hann og Þórarinn Gunnar Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings hjá bankanum ættu við sama vandamál að stríða - nema bara annar of lítið en hinn of mikið.
AJ.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.