
Þetta we ansi gott úrtak finnst mér. Því ætti svarið við því hvað útlendingum finnist nú um okkur loksins að geta legið fyrir.
Meðal þeirra ranghugmynda sem við höfum haft um okkur sjálf í alþjóðlegum samanburði eru þær að hér sé besta vatnið, minnsta mengunin, fallegasta fólkið, besta djammið... en allt hefur þetta síðan verið afsannað.

(Tékkið á linknum á youtube myndina hér að ofan. Þessi Thule auglýsing er náttúrlega algjör klassík. Gunnar Hansson er frábær þegar hann tekur hnefann og "...and we had kids with them.")
Spurningar sem ég vona að Simon svari á morgun eru meðal annars:
- Hversu margir þekkja Bláa lónið?
- Hversu margir tengja landið við framsækna jaðartónlist?
- Er marktækur munur á skoðunum fólks í þessum 25 löndum?
- Er Ísland jafn mikið tengt við hreinleika og óspillta náttúru og haldið hefur verið fram?
- Erum við kannski bara með sömu ímynd og önnur smáríki - lítil og sæt og skipta engu máli?

Simon þessi Anholt er semsagt sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða og mun hann, auk þess að kynna áðurnefnda rannsókn, skýra frá niðurstöðu starfshóps sem hann hefur stýrt, en í hópnum voru hvorki meira né minna en 4 ráðherrar og 4 forstjórar.
Ég endurtek.
Þetta verður óhemju spennandi!
AJ.
P.s. Ímyndarsérfræðingur þjóða?!? Það væri náttúrulega frekar fyndið hjá honum að byrja á því að stinga upp á því að við skiptum um nafn - þó ekki nema til að hrista aðeins upp í íslensku þingfulltrúunum. Niðurstaðan sé að Iceland sé bara of kuldalegt nafn...
En ég meina, heitir ekki Íslandsbanki Glitnir núorðið?
![]() |
Uppselt á Viðskiptaþing á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.