6.2.2007
Góðar fréttir
Það hittist svo vel á að fyrsta færslan á þetta nýja blogg getur borið sömu yfirskrift og bloggið sjálft nema auðvitað að spurningarmerkinu er sleppt.
Það eru svo sannarlega GÓÐAR FRÉTTIR að Brú skuli hafa lokið fjármögnun á nýjum áhættufjárfestingarsjóði.
Það hljómar kannski hálf öfugsnúið en þrátt fyrir að peningar hafi flætt um íslenskt hagkerfi undanfarin misseri þá hefur ekki verið úr mörgum sérhæfðum áhættufjárfestum(Venture Capitalists) að velja hérlendis, eða framtaksfjárfestum eins og þeir eru líka stundum kallaðir. Fjárfestingarnar í útrásinni víðfrægu hafa fyrst fremst verið í fyrirtækjum sem eru komin vel á legg og oft í formi lánsfjármögnunar.
Brú hafa verið sér á parti í því að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum vaxtar og fleiri fjárfestar eru sem betur fer í startholunum með að setja saman sérhæfða VC-sjóði. Þ.e.a.s. sjóði þar sem að fjárfestarnir koma sjálfir að rekstrinum, sitja í stjórnum, koma á viðskiptatengslum, útvega betri stjórnendur og beina fyrirtækinu í átt að ábatasamri útgöngu fyrir hluthafa.
Ný rannsókn sem tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa gert í samvinnu við Samtök Iðnaðarins og kynnt var á Sprotaþingi á föstudaginn sýnir að íslenskir fjárfestar eru hikandi við að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og vilja einmitt helst gera það í gegnum sérhæfða sjóði. Íslensk fjárfestingafélög eru líka mörg hver orðin það stórtæk að þær upphæðir sem um er að ræða eru einfaldlega of lágar. Hannes Smárason lýsti því einmitt nýlega í viðtali að það tæki því ekki að skoða verkefni undir 5-10 milljörðum því annars yrði fókusinn hjá FL Group einfaldlega of víður.
(Ég vil benda frumkvöðlum eða þeim sem eru áhugasamir um að stofna eigin fyrirtæki á að kíkja á niðurstöðurnar úr rannsókninni og sérstaklega listann yfir þau rúmlega 50 stuðningsúrræði sem í boði eru fyrir frumkvöðla hér á landi - þeir hljóta að setja þessar upplýsingar inn á vef SI fljótlega)
Þeir Hilmar og Pálmi sem unnu að þessari rannsókn voru einmitt gestir mínir í viðskiptaþættinum Fréttaskot á Útvarpi Sögu s.l. miðvikudag. Báðir stefna þeir á að stofna eigin fyrirtæki að námi loknu. Nokkuð sem nýleg könnun sýndi að er allt of sjaldgæft markmið meðal íslenskra viðskiptafræðinema. Þvert á móti vilja 90% þeirra minnir mig fara í vel launuð störf hjá bönkunum. Fussum svei!
En já.
Nú er bara að klára þessa viðskiptaáætlun sem maður er með í skúffunni hjá sér og bóka síðan fund hjá Brú II.
AJ.
![]() |
Fjármögnun á fjárfestingasjóðnum Brú II lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vek einnig athygli á guykawasaki.typepad.com blogginu. Þar er oft skemmtileg umfjöllun. Hef einnig virkilega góða reynslu af þeim bókum sem hann tekur til umfjöllunar.
Jökull Sólberg Auðunsson, 7.2.2007 kl. 10:18
Jökull: Takk fyrir góða ábendingu. Ég les bloggið hans Guy reglulega og það var einmitt þar sem ég fann þessa upptöku.
Talandi um bækur. Ég má til með að mæla með einni sem ég datt niður á nýlega og er skrambi góð. Hún heitir: "The Entrepreneur's Book of Checklists: 1000 Tips to Help You Start and Grow Your Business"
(sjá nánar hér: http://www.amazon.co.uk/Entrepreneurs-Book-Checklists-Start-Business/dp/0273694391)
Andrés Jónsson, 7.2.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.