Leita í fréttum mbl.is

Facebook spurningar

Íslensk fyrirtæki eru farin að prófa sig áfram með Facebook Questions þjónustuna.

Eitt dæmi er þessi skoðanakönnun sem Tónlist.is sendi í gegnum þjónustuna í dag.

facebook_questions_tonlist.jpg

Questions þjónustan er að hluta til svar Facebook við leiðtoganum í gáfulegum netspurningum, vefsíðunni Quora.

facebook_spurningar.jpg

---

Quora er spurningarþjónusta sem fékk gríðarlega aðsókn á síðustu mánuðum síðasta árs en virðist nú vera sem næsta horfin úr umræðunni Vestan hafs.

Qoura var stofnað af fyrrum skólafélaga Mark Zuckerberg, Adam D'Angelo sem vann með honum að Facebook.

mark-zuckerberg-and-adam-dangelo

Ég get alveg gleymt mér inni á Quora þegar ég á annað borð man eftir síðunni. Hún gefur miklu betri svör en Google nokkurn tímann.

Enda er það oft klárasta fólkið í ákveðnum geirum sem svarað hefur spurningum þar inni.

---

Það verður spennandi að sjá hver þróunin verður með ýmsar nýjar þjónustur sem Facebook hefur sett í loftið undanfarið, s.s. eins og staðsetningarþjónustuna Facebook Places sem keppir beint við þjónustur eins og Foursquare og Gowalla

Stóra spurningin er hvort að það kvertatak sem Zuckerberg hefur á tengslaneti okkar (social graph) dugi honum til að sigra nýjar og sprækar sjálfstæðar síður (eins og Quora, Twitter og Foursquare) í keppni um ólík samskiptaform okkar á netinu.


Athugasemdir

1 identicon

Spurningaformið skemmtileg viðbót til að engage-a við viðskiptavini en að öðru leiti ekkert sérstaklega spennandi á Facebook, mun áhugaverðara form á bloggi.

Verður gaman að sjá hvernig vægi svörun við spurningum fær hjá Fb.

Hef meiri áhyggjur af frumkvæðisleysi Facebook, klárlega allgjört killer app og ég spái því að ef þeim tekst að byggja upp leikjaelement í Fb Places svipað og í 4sqr, Gowalla og Scvngr eigi þeir eftir að gjörsigra samkeppnina. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir svona innovative fyrirtæki að vera í endalausum eltingaleik (Sbr. Places, Deals etc.). Google er í sama leik en þeir eru þó samhliða því alltaf að koma með spennandi nýjungar sjálfir. Er Facebook nokkuð komið efst í líftímakúrfuna sína?

Kveðja,

Bárður Örn

bardurorn@gmail.com

bardurorn@facebook.com

@bardur

www.bardurorn.com

Bárður Örn (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband