Leita í fréttum mbl.is

Almannatengill: Næstmest stressandi starf í heimi

Í síðustu viku var kynnt ný könnun um hvaða störf fælu í sér mest stress allra starfsgreina.

Í fyrsta sæti voru flugmenn. En fast á hæla þeirra, í öðru sætinu, komum við almannatenglarnir.

Jasso!

Í öðru og þriðja starfi yfir þau störf sem búa við minnst stress eru forritarar og tölvunarfræðingar. Ég er ekki viss um að þeir séu allir sammála því sem ég þekki og eru í þeim störfum hér á Íslandi.

---

Það má svo sem deila um þetta val. Það eru margir kostir við þetta starf sem við almannatenglarnir höfum valið okkur.

En líklega er það viss ábending um að álagið sé mikið þegar fólk neyðist til að koma sér upp sektarkerfi fyrir að tala um tímaleysi og álag. 

Þetta urðum við að gera hjá Góðum samskiptum svo að við gætum betur notið vinnunar og værum ekki allan daginn með fókusinn á hinu neikvæða við starfið.

 

---

Það er vefsíðan Careercast.com sem framkvæmir þessa könnun á stressi innan ólíkra starfsgreina.

Hins vegar þegar listinn yfir 200 bestu störfin skv. sömu síðu er skoðaður kemur í ljós að starf almannatengilsins er ekki talið sérstaklega eftirsóknarvert. Þar er það í 133. sæti, einu sæti neðar en starf lyftaramanns.

Aumingjans blaðamennirnir eru svo í 188. sæti yfir 200 bestu störfin.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband