25.2.2011
Kranablaðamennska.com
Ýmsir vilja meina að kranablaðamennska hafi aukist hin síðari ár.
Að með fækkun blaðamanna, lægri launum og hraðari starfsmannaveltu á fjölmiðlum, samhliða fjölgun almannatengla og upplýsingafulltrúa þá fari nú minni tími í sjálfstæða úrvinnslu frétta.
---
Það er vissulega rétt að hlutverk fjölmiðla er að breytast.
En það er kannski líka partur af eðli þeirra að þeir séu í sífelldri þróun.
Það er ekki bara svo að tækniþróun og neyslumynstur leiði bara af sér verri upplýsingamiðlun þó að mikilvægi og hlutverk einstakra miðla breytist.
---
En nú hafa bresk samtök sem berjast fyrir gæðum, gagnsæi og fagmennsku í fréttaflutningi sett upp vefsíðu til að afhjúpa þá fjölmiðla sem birta fréttatilkynningar svo til óbreyttar.
Svo er spurning hvort það þurfi alltaf að vera slæmt.
Ef að fréttatilkynning er vel skrifuð og sendandinn er traustsins verður, þá er kannski ekki óeðlilegt að hún birtist lítið breytt.
Eða hvað?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum er hreinlega betra að fréttatilkynningar birtist óbreyttar, sér í lagi ef um vísindafréttir er að ræða sem koma frá traustum stofnunum. Þessar tilkynningar mættu fréttamenn sækja beint í og þýða hreinlega.
Íslenskir vefmiðlar virðast nefnilega oftast þræða erlenda fréttavefi eins og BBC, Guardian og Jótlandspóstinn í leit að vísindafréttum sem búið er að matreiða á nýjan hátt fyrir lesendur eftir upphaflegu fréttatilkynningunni. Stundum rata villur eða rangfærslur, eða jafnvel ýkjur, inn í þessar fréttir frá milliliðnum sem rata svo í íslensku vefmiðlana. Stundum skiptir það engu máli en á köflum getur það orðið skelfilegt.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.2.2011 kl. 14:58
Þetta þarf augljóslega ekki að vera slæmt.
Það sem ætti að skipta mestu máli er að geta uppruna textans.
Það telst t.d. ritstuldur að vitna framhjá milliheimild (þó að tilvitnunin sé rétt)
Eiríkur Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:43
Ég tel að allar fréttatilkynningar og skrif um réttlæti, eigi rétt á sér. Það er skömm á ritskoðun Íslenskra fjölmiðla og stytting greina sem skrifaðar eru um réttindi Ísland, í hvaða máli sem er, á engan réttlátan málstað i nafni plássleysis og í nafni pólitíkar.
Því miður hefur þetta viðgengist í langan tíma. sbr. fréttir af ESB- gjaldmiðilsmal ESB- þróun óeiningar í ESB- viðhorf Þjóðverja til sambjörgunar ESB ríkja- Kúgun Breta og Hollendinga á hedur Íslendinga- ástand Írlands og uppþraungvað vaxtastig á þá þjóð- viðhorf Breta til ESB- Viðhorf Þjóverja til Evrunnar- Vilja Þýsku þjóðarinnar til að taka upp aftur Þýska Markið.- Þrýstingur þjóðverja á að IMF taki þjóðir ESB í sínar hendur. - hvernig efnahagskerfi Þyskalands hefur mergsogið aðildarríki ESB.
Þetta er einungis stutt samantekt á fréttum sem ég hef verið að lesa í netmiðlu, horfa á í gegnum Breiðbandið og þá fréttamiðla sem þar eru. og þá sérstaklega þá frönsku.
Því er ég sammála að það eigi að birta allar fréttir- slæmar -góðar og leggja það til almennings um að meta og melta það sem hann les um og upplifir.
Það er einungis til að styrkja vitund okkar.
Eggert Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.