Leita í fréttum mbl.is

Þingmaður í almannatengsl

Þetta er áhugaverð þróun.

Pressan skýrir frá því að Illugi Gunnarsson, sem er í leyfi frá þingstörfum, starfi nú í hlutastarfi sem almannatengill. Hann starfi sjálfstætt en sé í samstarfi við KOM (Kynning og markaður).

illugi_gunnars.jpg

---

Þetta er áhugaverð frétt fyrir okkur sem störfum í PR-bransanum.

Ég man ekki eftir neinum öðrum dæmum um að þingmenn hafi farið út í almannatengsl á Íslandi. En ég kannast hins vegar við að þetta sé nokkuð algengt á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

Eitt helsta átrúnaðargoð mitt í stjórnmálum í gegnum tíðina, Göran Persson fyrrv. forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur t.d. undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá PR-fyrirtæki í Stokkhólmi.

G%C3%B6ran%20Persson%20%C3%A4r%20m%C3%A4ktigast%20inom%20pr

Enda er þetta ekki ólógískur starfsvettvangur fyrir uppgjafar-stjórnmálamenn ef viðkomandi hefur á annað borð réttu skapgerðina til að starfa sem almannatengill. 

Það eru mikið til sömu eiginleikarnir sem þarf til að ná árangri í báðum þessum störfum.

Lítum á þá helstu:

  1. Góð almenn þekking á íslensku þjóðfélagi
  2. Góð íslenskukunnátta. Bæði í töluðu og rituðu máli.
  3. Hafa gaman af fólki. Eiga að auðvelt með að tengjast öðrum.
  4. Góður skilningur á því hvernig fjölmiðlar fúnkera
  5. Stórt tengslanet
  6. Sannfæringarkraftur og gott siðferði

---

Það væri óvitlaust ef fleiri fyrrum stjórnmálamenn kæmu inn á vettvang almannatengsla og skyldra starfa þegar að þeir hætta í stjórnmálum.

Þá þarf kannski sjaldnar að "redda" þeim vinnu sem sendiherrar eða forstöðumenn ríkisstofnanna eins og hefur verið svo algengt hér á landi.

Mig grunar samt að Illugi sjái stjórnmálin sem sinn framtíðarvettvang frekar en almannatengslin.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband