18.2.2011
Kasper stóð fyrir Podio-partýi
Leit við í vinnustofu/kynningu/bjórpartý sem fram fór fyrr í kvöld á vegum Clara og Innovit í húsnæði Clara á 2. hæð í Kjörgarði.
Þarna voru mættir u.þ.b. 50-60 manns úr íslenska frumkvöðlasamfélaginu til að hlýða á Danann Kasper Hulthin kynna Podio (hér er Kasper á Twitter).
Gunnar Hólmsteinn, frkvstj. Clara kynnti svo aðeins (mynd @valurthor) hvernig þeir hafa verið að nota Podio.
Podio er hópvinnuhugbúnaður sem inniheldur allar helstu funksjónir sem kaffidrekkandi, hugmyndaríkt, "viðskrifborðvinnandi" fólk þarf á að halda í daglegum störfum sínum.
Podio er ekki svo ólíkt 37 signals sem er fyrirtæki sem ég veit að margir Íslendingar þekkja. En Góð samskipti borga þeim félögum Jason Fried og David Heinemeier Hansson $100 í áskrift á mánuði fyrir forritin Highrise og Basecamp.
Munurinn á Podio og þessum forritum er sá að Podio gefur manni kost á að hanna/aðlaga það að manns eigin þörfum, nokkuð sem maður hefur ósjaldan óskað sér að maður gæti gert með Highrise.
Meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem virðast vera byrjuð að nota Podio eru auk Clara og Innvovit, Meniga, Datamarket og Norvik (a.m.k einn).
---
Ég ætla að prófa mig áfram með Podio á næstunni. Kannski ég geti látið forritið taka við hlutverki excel-skjals sem ég nota í dag til að halda utan um verkefni dagsins hjá Góðum samskiptum.
Þurfti síðan reyndar að fara snemma úr partýinu.
En það er gaman hvað það er mikið á seyði í íslenska frumkvöðlasamfélaginu og hversu mikil áhersla er lögð á að deila þekkingu með hvort öðru.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.