24.11.2010
Jólaljósin komin upp
Heimilisfólkið á Þóroddsstöðum er búið að vera önnum kafið við undirbúning í dag.
"Hvað stendur svona mikið til?" kunna lesendur þessa bloggs að spyrja. Jú, á morgun erum við í fyrsta skipti að bjóða til okkar fólki.
Þetta er formlegt innflutningsboð og jólaglögg í einu og sama partýinu.
Við köllum það Innflutningsglögg-Góðra-samskipta-og-Vert-markaðsstofu af því að það er svo stutt og catchy.
---
Eitt fyrsta verkefnið var að gera garðinn okkar fína jólalegan og tengja jólaseríurnar.
Heiðar (betur þekktur sem Heiddi) klifraði fyrstur upp í tré.
Eitthvað gekk ekki alveg saman og ljósin kviknuðu bara öðrum megin í flækjunni. Úr varð að ég hringdi til Svíþjóðar og talaði norsku við framleiðandann á seríunum. Og viti menn, það bar árangur.
Lausnin fannst og næstur upp í tré var Sigurþór (Sissi)
Þá var bara að tengja.
Stebbi sýndi hárrétt viðbrögð fyrir innan gluggann og það varð ljós.
Allt klárt fyrir gestina okkar.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.