17.11.2010
Má þetta?
Á blaðsíðu 3 í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Icelandair þar sem þeir nota efsta stig lýsingarorðs og fullyrða að finna megi "hagstæðasta verðið á hótelgistingu erlendis" á heimasíðu þeirra sjálfra.
Hélt það væri bannað.
---
Fyrir utan að ég á erfitt með því að trúa því að þeir geti staðið á þessari fullyrðingu.
Hotels.com er t.d. vinsæl bókunarsíða. En hún gefur sjaldnast besta verðið skv. minni reynslu.
---
Raunar er yfirleitt ódýrast að bóka í gegnum vefsíður hótelanna sjálfra.
Þá sleppur maður við bókunarþóknunina sem milliliðir eins og hotels.com og icelandair.is fá. *
---
Tek fram að ég starfaði um tíma sem upplýsingafulltrúi Iceland Express (en hætti því fyrir tæpum tveimur árum).
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi auglýsing er út í hött. En ætli þeir hafi ekki náð takmarkinu með því að við séum að röfla yfir þessu.
Það þyrftu að vera einhver viðurlög við svona bulli, svo ekki sé hægt að reiða sig á að koma sér á framfæri með svona vitleysu. Hlakka til þess tíma að fyrirtæki fari (neyðist til) að bera virðingu fyrir viðskiptavinum sínum.
StjaniGunnars (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 19:51
Svo lengi sem það er ekki verið að auglýsa bjór eða spilavíti þá er VG fólkið alveg sama.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 00:57
Sæll
Gaman að sjá þessa færslu hjá þér því hún gefur okkur tækifæri til að útskýra þessa þjónustu betur.
Icelandair er nú í samstarfi við eina af stærstu hótelbókunarvélunum í heimi, HRS. Samstarfið byggir meðal annars á verðvernd. Ef viðskiptavinir Icelandair bóka hótel á vefnum hjá okkur og finna svo lægra verð á sama hóteli (á sama tíma) annars staðar þá endurgreiðir HRS mismuninn.
Við erum því afar stolt af því að geta svo sannarlega boðið hagstæðasta verðið á hótelum.
Kv
Guðmundur Arnar
Markaðsdeild Icelandair
ps. skilmálarnir eru í hægri dálki síðunnar:
http://www.icelandair.is/hotel-booking/?client=en__icelandairpublic&customerId=424316342¤cy=ISK&hrsUrl=http://www.hrs.de/web3/%3F
Guðmunndur Arnar (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 13:59
Guðmundur þetta er útúrsnúningur og alls ekki í samræmi við auglýsinguna ykkar.
Finn lægra verð á SAMA hóteli??
Þetta er svipað og American style segist vera með "hagstæðasta" hamborgarann útaf því ef þú finnur ódýrari hamborgara á AMERICAN STYLE annarstaðar þá borga þeir mismuninn.
En þú getur að sjálfsögðu keypt hamborgara og pepsi á 500kr á Wilsons pizzu... sem er töluvert ódýrara en American Style.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2010 kl. 14:41
Sælir
Að sjálfsögðu er verið að tala um sama hótelið á sama tíma (sömu vöruna). Úrval af hótelum er mjög mikið og eru þau misjöfn eins og þau eru mörg.
Eins og þú veist eru ótal síður á netinu sem gera fólki kleift að bóka hótel og yfirleitt sömu hótelin.
Verðvernd HRS gengur út á það að ef viðskiptavinir bóka ákveðið hótel á www.icelandair.is þá eiga þeir að fá hagstæðasta verð sem er í boði á netinu á þeim tíma.
Ef viðskiptavinur verður var við lægra verð annasstaðar, endurgreiðir samstarfsaðili okkar mismuninn.
Endilega kynntu þér skilmálana á Icelandair vefnum.
Bestu kveðjur,
Guðmundur Arnar
Markaðsdeild Icelandair
Guðmundur Arnar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.