Leita í fréttum mbl.is

Vellíðan á nýjum stað

Þá er heil vika liðin á nýjum stað. Við fluttum hingað um mánaðarmótin með vinum okkar hjá Vert.

En fyrirtækin tvö hafa nú leigt saman í rúmt ár (fyrst á Höfðabakka 9) og sambúðin hefur reynst ákaflega vel.

---

Vert-strákarnir (og Hilda) eru stórhuga og þá langaði í húsnæði sem hæfði betur starfseminni og gæfi þeim aukna andargift. Einnig vildum við öll komast nær miðbænum.

Skemmst er frá því að segja að Þóroddsstaðir uppfylla öll þessi skilyrði og hér er ótrúlega gott andrúmsloft, gestagangur  mikill og gaman er að mæta í vinnuna.

---

Fréttablaðið sagði frá vistaskiptum okkar og hinn frægi GVA kom og tók mynd af okkur úti við garðshliðið.

thorodsstadir frbl

Ég bjó líka til smá myndasyrpu sem sjá má bæði á flickr og youtube.



Nú er reyndar orðið ennþá fínna hjá okkur og ég þarf fljótlega að fara að gera nýja myndasyrpu.

-----

En semsagt. Það er ávallt heitt á könnunni hér og ósjaldan sem logar í arninum.

Verið velkomin í kaffi.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband