10.3.2010
Mad Men Barbie
Mad Men eru frábærir sjónvarpsþættir. Vinsælir bæði hjá markaðsfólki og öðrum.
Nú mun vera fyrirhugað að gefa út sérstakar Barbie-dúkkur sem byggja á persónum þáttanna.
Upplagið sem verður fáanlegt verður takmarkað og stílað inn á harða aðdáendur þáttanna.
Semsagt ekki börn :)
Segja má að Barbie veiti ekki af smá jákvæðri athygli. Þessi dúkka, sem hefur upplifað tímana tvenna, hefur líklega aldrei legið jafn lágt í umræðunni.
---
Annars var ég að glugga í bók sem ég er búinn að eiga upp í hillu í nokkurn tíma og er eftir einn helsta auglýsingamógul síðustu aldar, David Ogilvy.
Bókin heitir 'Confessions of an Advertising Man' og það verður að segjast að sé miðað við það sem hann skrifar þá eru Mad Men þættirnir alls ekki svo fjarri raunveruleikanum.
Meðal annars segist Ogilvy aldrei nota aðrar vörur en þær sem hann auglýsir sjálfur. Þannig "neyðist" hann meðal annars til að aka aðeins á Rolls Royce.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.