14.2.2010
Bankar og traust
Íslenskir bankar og fjármálastofnanir hafa á undanförnum misserum reynt ýmsar aðferðir til að reisa ímynd sína úr rústum bankahrunsins.
Sumir hafa reynt að skýla sér á bakvið almenna starfsmenn sína.
Sumir hafa skipt um nafn, með misjöfnum árangri.
Sumir þeirra telja sig hafa fundið svarið í því að framleiða 'infomercials'.
Meira að segja sparisjóðirnir, sem láta leikkonu komna af léttasta skeiði tala um traust í miðjum kornakri, eru á villigötum um hvernig þeir eiga að byggja upp ímynd sína á ný.
---
Með fullri virðingu fyrir starfsfólki markaðsdeilda bankanna og auglýsingastofa þeirra, þá er áberandi við allar þessar tilraunir að það er lítið sem ekkert horft til almannatengsla.
Þetta er alls ekki allt illa gert. Frá sjónarhóli auglýsingafræða er þetta allt nokkurn veginn skv. bókinni.
Vandamálið er bara að það er verið að leita að lausnum í rangri verkfærakistu.
---
Það er ekki nóg að tala um traust í auglýsingum til að fá fólk til að treysta þér.
Það er ekki nóg að velja traustvekjandi fólk til að leika í sjónvarpsauglýsingum.
Og það er ekki nóg að fá allt í einu rosalegan áhuga á því sem er ókeypis, íslenskt og gamaldags.
---
Flestir bankarnir hafa fallið í þessa gryfju.
Á því er þó ein undantekning.
Íslandsbanki hefur undanfarið byrjað að nota almannatengsl nákvæmlega á þann hátt sem á að gera það.
Með því að bregðast rétt við þeim málum sem upp koma og nota neikvæða umfjöllun sem tækifæri til að auka traust á bankanum.
Nýjasta dæmið er fréttilkynning bankans í kvöld.
Ef fram fer sem horfir þá verður Íslandsbanki fyrsti bankinn sem öðlast traust almennings á ný.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð gott hjá þeim.
Baldur (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 22:01
Sæll Andrés.
Gallinn við þetta er bara sá, að bréfkorn á heimasíðu (sem síðan er hægt að fjarlægja) hefur ekki það gildi að lögum, að fólk geti treyst því að það haldi fyrir dómi. Ef Íslandsbanka væri svo umhugað um skuldarana sína að þeir vildu varðveita þennan hugsanlega rétt þeirra, þá ætti bankinn einfaldlega að setja slíkar yfirlýsingar í þá samninga og samningsviðauka sem verið er að undirrita.
Ég hef nú þegar í höndum rökstuðning æðstu stjórnenda fjármálafyrirtækis, sem gengur út á það að í samningsviðaukum hafi viðkomandi lánþegi skrifað undir að um erlent lán sé að ræða (ekki gengistryggt) og því hafnar hann öllum hugmyndum viðkomandi um að lánið standist ekki ákvæði 13. og 14. gr. laga 38/2001.
Annars er ég sammála þér um það, að það er brjóstumkennanlegt hvernig bankarnir eru að reyna að ota venjulegu fólki (stundum starfsmönnum sínum) fram í auglýsingum, til að reyna að púsla saman ímyndinni sem er í molum. Bankar eru bara reknir í þeim eina tilgangi að græða peninga af viðskiptavinum sínum, þó þeir reyni að láta annað í veðri vaka! ja, nema kannski útrásarvíkingum...
Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 22:55
Ég finn þessa yfirlýsingu hvergi á heimasíðu bankans.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:23
Ég tel að vandamál bankana sé dýpra.
Bankar á Íslandi hafa í mörgum tilfellum ekki undirliggjandi stefnu sem ber í sér samfélagslega ábyrgð.
MP bankastjóri sagði í sjónvarpi að það væri flott markmið að vera arðsamasti bankinn og gerði grín að hinum föllnu bönkum sem höfðu markmið um að verða stærstir. Hann talaði um að þeir hefðu ekki verið vel reknir. En hvað er vel rekinn banki með markmið sem þjóna ekki samfélaginu heldur aðeins hluthöfum og stundum ekki einu sinni hluthöfum heldur nokkrum stórum eigendum.
Bankar á Íslandi eiga að hafa markmið sín að skapa verðmæti með útlánum sínum en ekki ræna þeim af löndum sínum í formi vaxta og verðtryggingar og óvandaðra útlána.
Við verðum eiginlega að setjast niður og skilgreina hvað bankar eiga að vera. Í raun hafa þeir snúist upp í andhverfu sína undanfarna áratugi.
Bankar eru fjárveitur og í raun áburður á verðmætasköpun og það sem samfélög vaxa úr. Sé þessi fjárveita vanhugsuð verður samfélg vanskapað og úr samhengi. Hlutföllin í hagkerfinu verða skökk, og á löngum tíma úrkynjast samfélög vegna þessa.
Þetta eru miklir kraftar og sumir segja að þetta séu meiri kraftar en kjarnorkukraftar. Kraftar sem leysat úr læðingi við fjárveitingar til upbyggilegra verkefna samfélaga. Hér verðum við því að vanda okkur.
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:17
Björn Þorri talar um að fólk hafi skrifað undir "erlend" lán en ekki "gengistryggð".
Ef lántakandi og lánveitandi eru íslenskir... hvernig getur lánið verið erlent?
Eðli máls samkvæmt er lánið íslenskt, sérstaklega ef tekið er fram að sækja skuli um úrlausn ágreinings fyrir íslenskum dómstólum.
Ef það er íslenskt þá er það gengistryggt ef greiðslur breytast eftir gengi erlendra gjaldmiðla.
Að segja að eitthvað sé erlent gerir það ekki erlent, þó svo að lántaki skrifi undir að lánið sé erlent.. þá er það ekki erlent.
Þetta er ekki spurning um skilning heldur staðreiyndir, þó svo einhver hafi látið blöffast af þessum bókstöfum á blaði sem bankinn rétti honum, þá er það hlutverk dómstóla að sjá í gegnum svona vitleysu.
Kjartan Kjartansson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:45
Sammála Kjartani. Í lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Í 1. gr. laga nr. 22/1968 segir að krónan sé gjaldmiðill Íslands.
Í athugasemd við frumvarp að lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál segir:
Sjá nánari rökstuðning í þessari grein.
Síðan brjóta myntkörfulánin gegn lögum um vexti og verðtryggingu eins og Héraðsdómur hefur nú staðfest. Lögbrotið er þannig þrefalt.
Banksterarnir eru síbrotamenn og að því er virðist með einbeittan brotavilja.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.