1.2.2010
Richard Branson kynnir lúxuskafbát
Ég hef alltaf svolítið gaman af að fylgjast með Richard Branson.
Hann hefur í fyrsta lagi ótrúlega tilfinningu fyrir almannatengslum og er í öðru lagi frábær fyrirmynd fyrir upprennandi frumkvöðla.
---
Undanfarin ár hefur hann í auknum mæli farið að gera út á hina ofurríku. Þá sem eiga svo mikla peninga að þeir eiga nánast allt.
Ekki endilega göfugt starf, en það eru áreiðanlega nóg af tækifærum í þessari þjónustu í ljósi hinnar ört vaxandi misskiptingar í heiminum.
---
Fyrst voru það lítil lúxushótel og þróun fyrstu farþega-geimskutlunnar í heimi.
Það nýjasta er kafbátur eða neðansjávarflugvél sem sjá má hér að neðan.
Ekkert að því að láta sig dreyma um ferð í svona.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.