31.1.2010
Steve Jobs sýnir klærnar
Hinn dáði forstjóri Apple, Steve Jobs, dró ekki af sér gagnvart keppinautunum á fundi með starfsfólki í höfuðstöðvum fyrirtækisins í síðustu viku.
Eins og hefur áður komið fram þá gekk Eric Schmidt forstjóri Google úr stjórn Apple fyrir nokkru vegna hagsmunaárekstra og það virðist sem að það sé langt í frá gróið um heilt á milli þessara tveggja risafyrirtækja í tæknigeiranum.
Meðal annars kallaði Jobs "Don't be evil" möntru Google kjaftæði í svari við spurningu eins af starfsmönnum Apple á fundinum.
Hann ásakaði Google enn fremur um að reyna að drepa iPhone-símann, en að þeim yrði sko ekki kápan úr því klæðinu.
Einnig sagði Jobs að forsvarsmenn Adobe fyrirtækisins væru latir og að Flash-hugbúnaður þeirra væri að verða úreltur.
---
Skal ekki segja með Adobe, en ég get tekið undir að Google er úlfur í sauðagæru og þeir einbeita sér að ýmsu öðru en því að bæta heiminn.
T.d. eru ýmsir á því að skyndileg umþóttun þeirra gagnvart net-ritskoðun Kínverja hafi meira að gera með versnandi ímynd Google og væntanleg málaferli gegn þeim út af samkeppnismálum, en mikla endurnýjaða ást á tjáningarfrelsinu.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finst út i hött að Apple sé að tala um að Google sé eitthvað vondir. Þetta eru tvö hrikalega stór fyrirtæki sem sækjast eftir því að græða peninga. Hverjum kemur á óvart að Job's sé fúll út í Google sem er að ógna einokunarstöðu á iPhone.
Þetta PC vs. Mac og iPhone vs. Nexus (nýji google síminn) minnir mig óneytanlega á það þegar meður undur hélt með Duran Duran á móti Wham.
Hvort fanst þér betra Wham eða Duran?
stjanigunnars (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:13
Duran framan af, svo tók ég smá Wham tímabil.
Andrés Jónsson, 31.1.2010 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.