7.1.2010
Góð skilgreining á Twitter
Í mig hringdi blaðamaður og vildi vita hvað væri eiginlega málið með Twitter.
Ég ákvað að nýta mér tengslanetið og spurði fólkið á Twitter hvernig ég ætti að svara þessu.
---
Þar sem ég nota Twitter til að tjá mig á hinum ýmsu ólíkum samfélagsmiðlum þá bárust svör á nokkrum stöðum, bæði Twitter og Facebook.
Ein flottasta skilgreiningin kom í gegnum Linked-in:
"Á meðan Facebook er staðurinn þar sem vinátta og kunningsskapur tengir fólk er Twitter staðurinn þar sem ókunnugt fólk sameinast um áhugamál, hugsjónir og hugmyndir. Sem er etv. eitthvað sem íslendingar mættu sameinast um, uppúr kunningjasamfélaginu"
Nokkuð gott hjá honum.
---
Bendi líka á þessa sniðugu íslensku Twitter-leitarvél.
Það er Geir Freysson sem á heiðurinn af henni. Hann er líka mjög öflugur Twittari.
Hér er svo stóra alþjóðlega Twitter-leitarvélin.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðlegt og skemmtilegt, þakka þér fyrir
Ásgeir Jóhann (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:50
Ég er að fíla Twitter meira en Facebook, af nákvæmlega þessum ástæðum sem Einar Örn Sigurdórsson nefnir.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.1.2010 kl. 00:56
Já, snjallt hjá Einari!
GK, 8.1.2010 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.