Færsluflokkur: Auglýsingar
1.5.2007
Misheppnað vörumerki íslensks banka
Nýtt lógó Sparisjóðabankans gamla þykir með eindæmum ljótt. Um þetta eru fjöldi auglýsingamanna sammála.
Í hönnunargeiranum þykir ekki gott að fara á það sem kallað er "fontafyllerí" en viðleitni Icebank-manna til að koma fjögurra laufa smáranum fyrir í nýja lógóinu hefur leitt til þess að þetta sjö stafa orð virðist vera stafað með að minnsta kosti fjórum mismunandi fontum. Útkoman verður afar klúðursleg.
Sama má reyndar segja um þetta myndband sem hægt er að horfa á á vef bankans. Ekki beint það ferskasta í bransanum.
Jón Agnar Ólasson bloggar hér á Moggablogginu og hann bendir í dag á enn einn gallann við þessa umbreytingu Sparisjóðabankans og aukna áherslu hans á alþjóðleg viðskipti.
Hlustið bara á orðanna hljóðan: "Good morning, Icebank!"
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það verður æ erfiðara að ná athygli fólks með auglýsingum. Þetta hefur orðið til þess að framleiddar eru æ skrýtnari auglýsingar sem virðast í fljóti bragði lítið segja um eiginleika vörunnar sem verið er að auglýsa. Kannski er þetta að hluta til gert í þeim tilgangi að fá fólk til að tala um þær eða jafnvel bloggi um þær eins og ég er að gera núna.
Allavega þá eru hér tvö dæmi. Önnur er Fiat-auglýsing og hin er frá einum af samkeppnisaðilum Google.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að hlusta á endurflutning frá því í morgun á Útvarpi Sögu og heyrði þessa auglýsingu frá Frjálslynda flokknum.
"Ísland og innflytjendur. Fundur í kvöld í Skeifunni 7 klukkan átta. Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson flytja erindi. Jazzband spilar."
Fyrirsögnin er dálítið hlutlaus finnst mér og ekki nógu lýsandi? Ætli þetta hafi verið fundur fyrir innflytjendur hugsaði ég með mér. Þeir hefðu þá mátt splæsa í nokkur orð í viðbót í auglýsingunni:
Ísland og innflytjendur - kynningarfundur þar sem innflytjendum er kynnt sú fjölbreytta þjónusta sem þeim stendur til boða hér og hvernig við getum látið þá finna sem best að þeir séu velkomnir.
Frjálslyndi flokkurinn.
AJ.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007
Athyglisverð herferð Múrbúðarinnar
Fréttatilkynning 28. mars 2007

En Múrbúðin vill láta BYKO njóta vafans og auglýsir því eftir kvittun sem sýnir að þessi málning hafi einhvern tímann verið seld á hærra verðinu. Til að örva áhugann á því að leita að kvittuninni heitir Múrbúðin þeim sem hana finnur helgarferð fyrir tvo til London í verðlaun. Ef fleiri en ein kvittun kemur í leitirnar, þá verður dregið úr þeim.
Leit Múrbúðarinnar að kvittuninni frá BYKO er liður í herferð fyrirtækisins gegn Múskó-væðingu viðskiptalífsins. Aðferðir Múskó fyrirtækjanna ganga út á að rugla neytendur í ríminu með endalausum tilboðum, afsláttum og útsölum, þar sem illmögulegt er að sjá hvort um raunverulega verðlækkun er að ræða eða ekki eða að upplýsingar eru ófullnægjandi eða
hreinlega villandi.
Múskó-væðing viðskiptalífsins gengur gegn hagsmunum neytenda.
Meira á www.musko.is
Úr lögum nr 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum:
Fréttatilkynning frá Múrbúðinni ehf.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2007
Offramboð af heilsíðum?
Þórmundur Bergsson hjá Mediacom var í viðtali hjá mér í vikulegum viðskiptaþætti á Útvarpi Sögu í gær.
Hann talaði um vandamál tengd því að koma skilaboðum til yngra fólks í gegn um fjölmiðla og svo um hvernig prentmarkaðurinn hefði þróast. Að sögn Þórmundar er samkeppnin svo hörð að birtingastofur bíða oft bara eftir að fjölmiðlarnir hringi og bjóða heilsíður í blöðum morgundagsins fyrir niðursett verð. Hann segir að það virðist sem það sé töluvert offramboð af heilsíðum á markaðnum.
Því er gjarnan fleygt að þegar að von sé á samdráttarskeiði í atvinnulífinu þá finni auglýsingabransinn fyrir því fyrst. Að sögn Þórmundar finnur hann enginn merki um samdrátt og því er væntanlega óhætt fyrir okkur að anda léttar.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007
Báðir bestir í Blaðinu í dag
Það kitlaði nú aðeins hláturtaugarnar að fletta Blaðinu í morgun og sjá að bæði Byko og Húsasmiðjan eru að auglýsa að þeir hafi komið best út úr ánægjuvog Gallup.
Húsasmiðjan er með mjög "málefnalega" mynd af tveimur súlum þar sem þeirra súla er nærri því tvisvar sinnum stærri en súla Byko. Ef vandlega er gætt þá kemur hins vegar í ljós að munurinn á milli fyrirtækjanna í viðkomandi spurningu er á milli 4-5%. Ekkert er tekið fram um skekkjumörk, hvorki í stóru né smáu letri, þannig að vel getur verið að þau séu meiri en þessum mun "mikla" mun nemur.
Byko er síðan með bara eina súlu í sinni heilsíðuauglýsingu og segjast þeir vera með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt þessari sömu ánægjuvog Gallup. Aftur er litlar upplýsingar að fá með fullyrðingunum. Ekkert er sagt um hlutfall þeirra sem eru ánægðir. Það gæti því þess vegna verið bara mjög lágt. Og ekkert um hvort eða hverja Byko hafi verið borið saman við.
Ætli lesendur Blaðsins hafi verið nokkru nær eftir þennan herkostnað og túlkunaræfingar byggingarvörurisanna tveggja?
Ég hugsaði allavega með mér að þarna væri staðfesting á því sem ég taldi mig vita fyrir, að þetta séu svipað stór fyrirtæki, með svipaðar vörur og þjónustu, fyrir svipað verð...
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2007
Flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð
Mér leiðist að viðurkenna það en ég horfi töluvert á FOX News á fjölvarpinu og í auglýsingatímunum á stöðinni er þessi auglýsing fyrir KIA Cee'd sýnd reglulega. Ég fór á netið og náði í hana. Mér finnst þetta vera ein óvenjulegasta en um leið flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð.
AJ.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar