Mér sýnist að Twitter sé loksins að ná flugi á Íslandi.
Það er frábært.
Fyrir netfíkla eins og mig er þetta snilldar tengslanets-tæki. Tekur skamman tíma, er persónulegt og gefur manni instant-fídbakk.
---
Hér er 5 mínútna gömul skjámynd af twittersíðunni minni.
Þarna erum ég og einhver íslenskur Twittari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gogocic í heimspekilegum umræðum um kalt kaffi.
---
Fyrstu hóparnir til að taka Twitter upp á arma sína á Íslandi eru forritarar, hönnuðir og tónlistarfólk
Líklega hefur verið farið yfir Twitter-æðið úti á ráðstefnunni um markaðssetningu tónlistar á netinu sem haldin var um daginn - í tengslum við Airwaves held ég.
En nú hlýtur að vera sprenging framundan. Finn það á mér. Þetta er á leið í svona eitthvert Facebook-adaption- mode núna.
---
Sjálfur las ég fyrst um Twitter fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar að bloggari sem ég les stundum, sagði frá því að hann hefði twittað um að hann væri staddur í NY og að gamall vinur hans, sem var staddur það líka, hefði séð það og þeir því náð að hittast og fá sér kaffi.
Skráði mig svo fyrir rúmu ári, prófaði að skrá mig í sms-þjónustuna í gegnum Bretland, sem síðar var lokað þannig að það takmarkaði aðeins gagnsemina, þar sem að ég þrjóskast enn við að fá mér smart-síma.
---
En nú er ég semsagt kominn með slatta af íslenskum Twitter-notendum í Digby strauminn hjá mér.
Og finnst ég vera orðinn helvíti vel plöggaður inn í það sem er að gerast hérna á Fróni farsældar :)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009
Forstjórinn með flugnaspaðann
PR klúður dagsins.
Þeir hefðu getað sagt sér það sjálfir, Toyota-menn, að svona vanstillt viðbrögð kæmust í hámæli.
Hversu margir lásu bloggfærsluna um forstjórann?
Hversu margir heyra af málinu nú?
---
Þessi uppsögn bifvélavirkjans bloggandi er, tel ég, birtingarmynd mikillar gremju margra toppanna í samfélaginu út í bloggið, sem þeir kenna (frekar en sjálfum sér) um minni virðingu sem borin er fyrir þeim í dag.
Einn maður sem ég kannast við, ágætur maður sem umgengst starfs síns vegna mikið af auðmönnum Íslands, bergmálaði þetta viðhorf á fundi sem ég sat um daginn.
Þar sagði hann að tilkoma bloggsins væri það alversta sem komið hefði fyrir þjóðina.
---
Persónulega finnst mér að það hafi frekar verið þöggunin og þýlyndið sem kom okkur í bobba.
Mörg fyrirtæki settu það inn í starfssamninga sína, þegar að uppgangurinn stóð sem hæst, að starfsmenn mættu ekki tjá sig opinberlega. Ekki bara um málefni bankans, heldur "tjá sig opinberlega punktur!"
Það var fyrirtækjakúlturinn sem kynnti þöggunina til sögunnar á Íslandi.
Samningar um trúnað sem gengu allt of langt - í raun gegn þjóðarhag.
---
Bloggarinn er hetja.
Úlfar forstjóri kemur illa út úr þessu dæmi. Hann er forstjórinn með flugnaspaðann, sem kremur litlu flugurnar sem suða í eyrun á honum.
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.2.2009 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég hef undanfarið tekið þátt í vinnu með hópi fólks sem hefur velt því fyrir sér hvort að framtíð Morgunblaðsins sé hugsanlega að vera óháð blað í eigu áskrifenda sinna.
Blað þar sem enginn einn ráði för eða kaupi það í þeim tilgangi að stýra umræðunni í ákveðnum málum sér í hag.
Vilhjálmur Bjarnason er einn aðal forsprakki þessa framtaks.
Hér er upptaka af viðtali við hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpisins 31. janúar síðastliðinn.
30.1.2009
Góðum samskiptum vex fiskur um hrygg
30.1.2009
Færri blaðaauglýsingar eftir bankahrunið
Ég sé að ABS-media er búið að taka saman magn blaðaauglýsinga á síðasta ári.
Í heild drógust auglýsingar í blöðum saman um 20% árið 2008.
Sé bara horft á mánuðina eftir bankahrunið og fram til jóla, þá var samdrátturinn 40%. Hvorki meira né minna.
-----
Ég var í gær kallaður til ráðgjafar hjá hópi fólks sem hefur hugmyndir um að koma Morgunblaðinu í dreifða eigu áskrifenda/almennings.
Það er eins gott að Glitnir gefi þeim afslátt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009
Með ný nafnspjöld
Margir vina minna eru búnir að vera á Microsoft ráðstefnunni á Loftleiðum, í dag og í gær.
Láta vel af veitingunum og líka af flestum erindunum.
-----
Einn, sem ég þekki ekki en fylgist með á Twitter, er búinn að vera að "twitta" hitt og þetta af ráðstefnunni.
M.a. segir hann þetta:
"Salurinn er fullur af Landsbankastarfsmönnum með ný nafnspjöld"
og
"Er á microsoft ráðstefnu með iphone og macbook. Verð líklega drepinn!"
já og
"Raping you with intellect" er besta setning dagsins af MS ráðstefnunni"
Þessi gagnvirki listi sem vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times tók saman hefur farið víða í vefheimum í dag og í gær.
Þar eru valdir 44 áfangastaðir sem fólk í ferðahugleiðingum ætti að skoða. Reykjavík er númer 31 á listanum hjá blaðamönnum NYtimes.com.
Hægt er að mæla með ákveðnum stöðum og hægt er að skoða hvaða áfangastaðir hafa fengið flest meðmæli lesenda.
Reykjavík er í 24. sæti af 44 sem stendur.
11.1.2009
Google kynnir nýtt vafra-merki
Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig vafra-merkið (favicon) hefur þróast.
Lengst til hægri er það elsta. Stóra G-ið. Í miðjunni er uppfærsla frá því síðasta vor. Þá var gefið út að merkið ætti eftir að þróast meira og óskað var eftir tillögum frá notendum.
Lengst til vinstri er svo nýja merkið.
-----Nýja vafra-merkið var hannað eftir hugmynd brasilísks tölvunarfræðinema, sem sendi tillögu sína inn til Google.
Persónulega finnst mér það vel heppnað. Það er litsterkt og grípur augað strax.
Rímar mjög vel við logo-ið frábæra hjá Google.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Svo virðist sem Íslendingar hafi virkilega tekið ástfóstri við þennan samfélagsvef. En 95,8% Íslendinga á aldrinum 20-29 ára eru með Facebook síðu skv. Elvari.
Allt í allt, þá eru 120.000 ÍSlendingar með Facebook. Það er ansi stórt hlutfall þegar maður skilur frá börn og gamalmenni sem kunna ekki á tölvur.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2009
Siggi Valgeirs í Fjármálaeftirlitið

Svo virðist sem að FME ætli loksins að fara að hysja upp um sig í upplýsingagjöfinni.
Búið er að ráða Sigurð Valgeirsson, fyrrverandi ritstjóra Dagsljóssins og almannatengil í Bæjarútgerðinni í starf blaðafulltrúa hjá Eftirlitinu.
Uppfært: Það eru víst 2-3 vikur síðan Sigurður kom til starfa.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 266056
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar