Leita í fréttum mbl.is

Sigur Rós að misstíga sig í markaðsmálum?

Flestir Íslendingar eru miklir aðdáendur Sigur Rósar - undirritaður þar á meðal.

Nú er í fullum gangi kynning á nýrri stúdíóplötu sveitarinnar Valtari

sigurtop

---

Það voru hins vegar að mínu mati mistök hjá Sigur Rósar mönnum að semja við Icelandair um setja plötuna í spilun fyrr í flugvélum félagsins - en platan kemur formlega út í lok maí.

Ég gerði tilraun til að hlusta á plötuna þegar ég var á leið til landsins nú nýlega og þó að ég hafi verið með nokkuð vönduð Sennheiser heyrnartól þá var afar erfitt að njóta tónlistarinnar vegna ýmis konar utanaðkomandi hljóðmengunar sem óhjákvæmilega fylgir farþegarýmum flugvéla.

icelandair cabin

Platan virðist auk þess vera nokkuð tormelt og ekki mjög poppuð, sem gerði enn erfiðara að meðtaka ný lög við þessar aðstæður. Maður varð hálf frústreraður við að reyna að hlusta á langa fiðlukafla í lögum Sigur Rósar í svona lélegum hljómgæðum.

Klárlega ekki vel heppnuð markaðssetning.

Nokkuð sem er óvenjulegt hjá Sigur Rós sem venjulega gætir þess að taka ekki þátt í neinu nema að það sé alveg pottþétt dæmi.

En ég mun nú samt kaupa plötuna þegar hún kemur út. Rétt eins og fyrri plötur þessara snillinga.

---

P.s. Dr. Gunni skúbbar því í bloggfærslu um nýju plötuna að Kjartan Sveinsson sé hættur í hljómsveitinni. ATH! Hann hefur nú leiðrétt sín fyrri skrif. Kjartan er víst ekki hættur.


AJ


Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Í aðra röndina er gott að Icelandair bjóði farþegum sínum upp á íslenska músík.  Verra er að hljómgæðin sem boðið er upp á eru fyrir neðan allar hellur.  Þetta eru svo "þjappaðir fælar" að besta músík verður eins og versta niðursuðudósamúsík.  Þetta er sérlega vont fyrir fínlegri og lágstemmdari músík á borð við Sigur Rósar. 

Jens Guð, 18.5.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 265733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband